James Patterson er bandarískur metsöluhöfundur fæddur árið 1947. Bækur hans hafa selst í hundruðum milljóna eintaka. Patterson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál. Patterson kýs að gefa aftur til samfélagsins með því að styrkja verkefni sem efla læsi í skólum víða um Bandaríkin.
Michael Ledwidge er bandarískur rithöfundur af írskum uppruna. Hann hefur skrifað nokkrar sjálfstæðar skáldsögur en langvinsælustu sögurnar hans eru þær sem hann skrifaði sem meðhöfundur James Patterson. Með samstarfinu hefur honum því tekist að fara frá því að vera nær óþekktur yfir í að verða metsöluhöfundur á andartaki.