Hænsna-Þóris saga fjallar um átök á milli bænda. Hænsna-Þórir þótti heldur ógeðfelldur maður. Hann var upphaflega fátækur en reis upp úr fátæktinni og gerðist bóndi. Þóri var gjarnan uppsigað við nágranna sína sem hann hafði jafnan grunaða um að líta niður á sig. Þegar heyskortur varð þurftu grannarnir þó að leita til Þóris sem neitaði þá að selja þeim hey. Vegna þessa urðu svo átök í kjölfarið.Verkið er heldur frábrugðið helstu Íslendingasögum en hefur það verið nefnt að sagan sé viðbrögð við lögum Magnúsar lagabætis Noregskonungs. Lög þau kváðu á um að þeir bændur sem veitt gætu hey í heyskorti væru skyldugir að gera svo. Taldist það því ekki glæpur eða refsivert að herja á bónda sem neitaði í slíkum aðstæðum.