James Patterson er bandarískur metsöluhöfundur fæddur árið 1947. Bækur hans hafa selst í hundruðum milljóna eintaka. Patterson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál. Patterson kýs að gefa aftur til samfélagsins með því að styrkja verkefni sem efla læsi í skólum víða um Bandaríkin.
Howard Roughan er bandarískur rithöfundur. Hann hefur gefið út tvær skáldsögur einn síns liðs, en hefur einnig verið meðhöfundur nokkurra skáldsagna með James Patterson.
Roughan er með bakgrunn í auglýsingabransanum og segir þá reynslu hafa haft mikið um rithæfileika sína að segja.